Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2019 | 23:00

PGA: Phil efstur á Desert Classic – Hápunktar 1. dags

Phil Mickelson er efstur á móti vikunnar á PGA Tour, Desert Classic, sem fram fer í La Quinta, Kaliforníu, dagana 17.-20. janúar.

Phil hóf mótið með því að ná næstum læsta skori á löngum og góðum ferli sínum á PGA Tour.

Hann þurfti bara að fá fugl á síðustu 2 holur sínar til þess að ná fyrsta hring sínum undir 60 í móti á PGA Tour.  Hann náði aðeins fugli á annarri holunni og varð þar með fyrsti kylfingurinn í sögu PGA Tour til þess að hafa náð skorinu 60 þrívegis … og hann náði 3 högga forystu á Adam Long, sem er í 2. sæti mótsins á 63 glæsihöggum, sem oft hefðu dugað til efsta sætisins í mótum.

Þetta var nokkurs konar happadagur fyrir mig þar sem mér fannst ég ekkert of beittur þegar ég hóf mótið,“ sagði Phil. „Ég hef ekkert verið að æfa eis stíft eins og ég hefði viljað, en mér fannst eins og allir hlutar væru í lagi og allt small … ég komst upp með slæmu höggin sem ég sló. Þetta var skemmtilegur dagur og ég svo sannarlega bjóst ekki við að þetta yrði raunin, en ég er líka spenntur á að byrja árið, þannig að ég var bara ferskur.“

Sjá má stöðuna að öðru leyti á Desert Open með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 1. dags á Desert Open með því að SMELLA HÉR: