PGA Q-school: Sam Saunders loksins að stíga fram úr skugga afa síns: Arnold Palmer
Birgi Leif gekk ekki sem skyldi í úrtökumóti fyrir PGA mótaröðina í Flórída. Þar er hann í hópi m.a. Ty Tryon, sem gekk t.a.m. ekki vel á 1. degi lokaúrtökumóti í PGA West Q-school í gær, spilaði á 78 höggum. Það sama er að segja um fyrrum PGA stjörnuna Boo Weekley, hann spilaði á 74 höggum.
Hins vegar gekk barnabarni Arnold Palmer, Sam Saunders vel á Nicklaus keppnisvellinum – hann kom inn á 68 höggum og steig þar með loks úr skugga afa síns, Arnold Palmer.
Á PGA West eru tveir vellir notaðir fyrir PGA Q-school: Stadium völlurinn, hannaður af Pete Dye, sem almennt er talinn erfiðari en Nicklaus keppnisvöllurinn. Á þessu lokaúrtökumóti fyrir PGA eru spilaðar 108 holur; 3 sinnum á hvorum velli.
Aðspurður hvað hann hefði lært sagði Saunders: „Að hafa þolinmæði. Oft vill maður að hlutirnir gerist hratt. Ég hef lært að láta hlutina bara gerast. Gera það sem ég get og láta hlutina falla í réttan farveg og halda áfram að vinna að því að svo verði.“
Saunders er ekki með andlegan golfþjálfa „Nei, ég er ekki með slíkan,“ upplýsti hann. „Pabbi… hann hjálpar mikið. En það er enginn sérstakur.“ Afi hans? „Við tölum saman. Hann lætur mig fá öll tæki sem ég þarfnast og öll þau ráð sem ég þarf að fá. En á þessu stigi er allt undir mér komið.“
Heimild: Golfweek
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024