Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2019 | 23:59

PGA: Rahm leiðir á Torrey e. 1. dag

Mót vikunnar á PGA Tour er Farmers Insurance Open, en það stendur dagana 24.-27. janúar 2019 og fer fram í San Diego, Kaliforníu.

Spilað er á 2 völlum: Suður- og Norðurvelli Torrey Pines.

Eftir 1. dag er það spænski kylfingurinn og nr. 7 á heimslistanum, Jon Rahm, sem tekið hefir forystuna.

Rahm átti glæsilegan 1. hring á Norðurvellinum upp á 10 undir pari, 62 högg! Á hringnum fékk Rahm 2 erni og 7 fugla en líka 1 skolla!!!

Í 2. sæti, 1 höggi á eftir  eru nr. 1 á heimslistanum Justin Rose og bandaríski kylfingurinn Doug Ghim á 63 höggum.

Tiger Woods er meðal keppenda og spilaði Suðurvöllinn á 2 undir pari, 70 höggum og er T-53.

Sjá má stöðuna á Farmers Insurance Open á Torrey Pines með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 1. dags Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: