PGA: Rahm sló næstum því í ungabarn á The Players
Spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem var í forystu fyrir lokahring The Players átti martraðarlokahring upp á 4 yfir pari, 76 högg og lauk keppni T-12 … en það hefði s.s. getað verið verra fyrir hann.
Hann sló t.a.m. aðhögg á par-4 4. holunni sem hitti áhorfanda… og jafnvel það hefði getað orðið verra fyrir hann.
Boltinn hitti áhorfandann í brjóstið … en við hliðina á honum var kona sem hélt á ungabarni og fyrir aftan hann var smábarn í kerru (sjá mynd).
Ýmsir fréttamiðlar bentu á að maðurinn sem fékk boltann frá Rahm í brjóstið hafi verið svo hraustur að hann hafi ekki misst bjórglas sitt en segja má það hreina heppni að ekki fór verr … að hann stóð þarna eins og mannlegur skjöldur fyrir börnin, en hefði högg Rahm farið í þau er ekki sökum að spyrja.
Rahm fór yfir til áhorfandans til þess að biðjast afsökunar og hann áritaði golfhanska fyrir hann og faðmaði hann að sér, dauðfeginn að ekki fór verr. Hins vegar náði Rahm sér ekki á hringnum. Hann fékk 3. skolla sinn á fyrstu fjórum holunum, sem lauk í skori upp á 1 yfir pari, 37 höggum á fyrstu 9.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024