Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2024 | 06:49

PGA: Rai sigraði á Wyndham

Það var enski kylfingurinn Aaron Rai, sem sigraði á Wyndham Championship, en mótið fór fram dagana 8.-11. ágúst 2024.

Sigurskor Rai var 18 undir pari (65 65 68 64). Þetta er fyrsti sigur Rai á PGA Tour.

Í 2. sæti varð Max Greyserman tveimur höggum á eftir á samtals 16 undir pari (69 60 66 69).

Í 3. sæti urðu síðan John Michael (JJ) Spaun  Jr.og Ryo Hisatune á samtals 15 undir pari, hvor.

Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR: