Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2019 | 21:00

PGA: Reavie m/ás á Tour Championship

Bandaríski kylfingurinn Chez Reavie fékk ás á 9. braut East Lake þar sem Tour Championship fer fram.

Níunda holan er langlengsta par-3 holan á East Lake eða 230 yardar (210 metrar).

Reavie var aðeins að reyna að slá á miðju flatar með blendingnum sínum, en það er skynsamlegast, sérstaklega þegar pinninn er fyrir aftan bönker á vinstri hlið flatarinnar.

Ég yfirdrævaði svolítið. Fékk heppnis„bounce“ boltinn fór svolítið til hægri og ég var heppinn hann fór í holu“ sagði Reavie.

Tour Championship er það 19. sem fram fer á East Lake en ás Reavie er sá fyrsti á 9. holunni, en holan var lokaholan þar til fyrir 3 árum þegar vellinum var snúið.

Þetta var 21. ás á ævi Reavie og 5. ásinn hans á PGA Tour. Sumir eru einfaldlega heppnari en aðrir. En hvert er leyndarmálið á bakvið að fara holu í höggi? Svar Reavie: „Bara miða á holuna og vera heppinn, geri ég ráð fyrir!!!“