Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2014 | 04:00

PGA: Rory á 63 og efstur – Hápunktar 1. dags á Honda Classic

Í gær hófst á Champions golfvelli PGA National í Palm Beach Gardens, Flórída, Honda Classic mótið.

Flestir bestu kylfinga heims taka þátt.  Eftir 1. dag er Rory McIlroy efstur á 7 undir pari, 63 höggum.

Sjá má viðtal við Rory eftir 1. hringinn með því að SMELLA HÉR: 

Fast á hæla honum, aðeins 1 höggi á eftir er Russell Henley á 5 undir pari, 64 höggum.

Þrir kylfingar deila síðan 3. sætinu: Rory Sabbatini, William McGirt og Jamie Donaldsson, allir á 5 undir pari, 65 höggum.

Tiger Woods er heillum horfinn á 1 yfir pari, 71 höggi og í 81. sæti. Tiger má hafa sig allan við í dag, bara að ná niðurskurði. Hann sagði eftir hringinn að þetta hefði bara ekki „smollið saman hjá honum.“

Nr. 2 á heimslistanum, Adam Scott, er litlu  (3 höggum) betri, einn af 9 kylfingum sem léku á 2 undir pari, 68 höggum  og deila 22. sæti.

Til þess að sjá stöðuna á H0nda Classic eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Honda Classic eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: