Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2014 | 08:25

PGA: Rory enn í forystu – Hápunktar 2. dags Honda Classic

Rory McIlroy er enn með nauma forystu á Champions golfvelli PGA National í Palm Beach Gardens, Flórída, í  Honda Classic mótinu.

Hann er búinn að spila á samtal 11 undir pari, 129 höggum (63 66).

Í 2. sæti er Brendan de Jonge frá Zimbabwe á samtals 10 undir pari.

Í 3. sæti er síðan Russel Henley á samtals 8 undir pari og i 4. sæti er síðan nafni hans Knox frá Skotlandi og Lee Westwood, báðir á samtals 7 undir pari, hvor.

Tiger rétt komst í gegnum niðurskurð með hring upp á 1 undir pari, 69 höggum og er samtals á sléttu pari (71 69) og í 66. sæti.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð eru Phil Mickelson, Thorbjörn Olesen og Martin Kaymer.

Til þess að sjá stöðuna á H0nda Classic eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Honda Classic eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: