Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2014 | 00:15

PGA: Rory leiðir enn fyrir lokahring Honda Classic – Tiger stormar upp skortöfluna

Rory McIlroy er enn í forystu fyrir lokahring Honda Classic, en hann er búinn að leiða alla 3 mótsdaganna.

Rory hefir 2 högga forrskot á þann sem næstur kemur; Russel Henley, en Rory er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 198 högg (63 66 69).  Russel Henley er hins vegar á samtals 10 undir pari, 200 höggum (64 68 68).

Skotinn Russell Knox er í 3. sæti á samtals 9 undir pari og Jhonattan Vegas frá Venezuela er í 4. sæti á samtals 8 undir pari.

Tiger stormar upp skortöfluna eftir frábæran hring upp á 65 högg í dag. Samtals er Tiger því búinn að spila á 5 undir pari, 215 höggum (71 69 65) og er nú í 17. sæti.  Tiger fékk 7 fugla og 2 skolla á hringnum góða í dag; þar sem 4 fuglanna komu á fyrri 9 meðan 3 fuglar og 2 skollar voru örlög Tiger á seinni 9.

Til þess að sjá stöðuna á Honda Classic eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Honda Classic SMELLIÐ HÉR: