Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 23:10

PGA: Rory McIlroy kominn á toppinn fyrir lokahring Honda Classic – hápunktar og högg 3. dags

Rory McIlroy er kominn í efsta sætið á Honda Classic mótinu fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun. Rory er samtals á -11 undir pari, samtals 199 höggum (66 67 66) og hefir 2 högga forystu á þá sem næstir koma. Rory fékk 6 fugla í dag og 2 skolla.

Þeir sem deila 2. sætinu eftir 3. dag eru báðir Bandaríkjamenn, Tom Gillis, sem leiddi eftir gærdaginn og nýliðinn á PGA Tour, Harris English (sem Golf 1 hefir kynnt til sögunnar sem einn af nýju strákunum á PGA Tour, smellið HÉR:) Báðir hafa Gillis og English spilað á samtals -9 undir pari, 201 höggi.

Í 4. sæti eru 3 kylfingar hinn forystumaður gærdagsins Justin Rose, Keegan Bradley og enn einn nýliðinn á PGA Tour, Brian Harman, sem Golf1 var með kynningu á í dag og sem átti glæsihringinn í gær upp á 61 högg.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Honda Classic smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Honda Classic smellið HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags á Honda Classic smellið HÉR: