Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2012 | 08:25

PGA: Rory McIlroy nr. 1 á heimslistanum – hápunktar og högg 4. dags Honda Classic

Með sigrinum á Honda Classic í gær varð hinn 22 ára Norður-Íri Rory McIlroy nr. 1 á heimslistanum. Sigurinn í gær var 3. sigur Rory á PGA Tour og alls hefir hann sigrað 6 sinnum á atvinnumannsferli sínum. Í viðtali sem tekið var við Rory rétt eftir sigurinn sagði hann að með hliðsjón af veðurspánni hefði hann stefnt að því að halda pari, hann hefði talið að par yrði nógu gott (hann spilaði síðasta hring á -1 undir pari, 69 höggum). Honum hefði tekist að scrambla (þ.e. bjarga pari) á fyrstu holunum sem hefði verið afgerandi þáttur í sigrinum og svo hefði verið gott að fá fuglinn á 8. holunni…. og ótrúlega gott að fá fuglinn á 13. holu – hann hefði komið á sérlega góðum tíma því hann hefði heyrt að Tiger hefði fengið örn á 18.  Svo kom auðvitað skylduspurningin: „Hvernig tilfinning er það að vera nr. 1 í heiminum?“

Svar frá brosandi Rory: „Það er ansi góð tilfinning, ég er bara enn ekki búinn að ná þessu, ég hafði tækifæri á að ná 1. sætinu í síðustu viku en það er það góða við íþróttir og golf það kemur alltaf næsta vika þar sem maður getur bætt fyrir allt í þeirri fyrri.“

Til að sjá viðtal við Rory eftir sigurinn smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Honda Classic smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags á Honda Classic, frábæran ás Charles Howell III á par-3 7. brautinni, smellið HÉR: