Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2019 | 08:00

PGA: Rose leiðir í hálfleik á Torrey

Það er nr. 1 á heimslistanum, Justin Rose, sem leiðir í hálfleik á Farmers Insurance Open, móti vikunnar á PGA Tour, dagana 24.-27. janaúr 2019.

Rose hefir spilað á samtals 15 undir pari, 129 höggum (63 66).

Í 2. sæti er japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama, 3 höggum á eftir á samtals 12 undir pari, 132 höggum (66 66).

Þrír kylfingar deila síðan 3. sætinu: spænski kylfingurinn Jon Rahm og bandarísku kylfingarnir Billy Horschel og Ryan Palmer, allir á samtals 11 undir pari, hver.

Tiger Woods komst í gegnum niðurskurð og er T-48 á samtals 4 undir pari (70 70).

Til þess að sjá stöðuna á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: