Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2019 | 23:30

PGA: Rose sigraði á Torrey!

Það var Justin Rose sem sigraði á Farmers Insurance Open á Torrey Pines.

Rose lék á samtals 21 undir pari, 267 höggum (63 66 69 69).  Þetta var 10. sigur Rose á PGA Tour.

Í 2. sæti varð nr. 42 á heimslistanum,  Adam Scott, á 19 undir pari, 269 höggum (70 66 65 68), og næsta víst að hann færist ofar á listanum eftir þessa góðu frammistöðu.

Þriðja sætinu deildu síðan japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama og bandaríski kylfingurinn Talor Gooch, báðir á 16 undir pari, hvor.

Jason Day, Rory McIlroy og Jon Rahm deildu síðan 5. sætinu, allir á samtals 14 undir pari, hver.

Sjá má lokastöðuna á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 4. dags á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: