PGA: Schwartzel reifst v/dómarann vegna hægs leiks
Hægur leikur í golfi hefir mikið verið í fréttum á undanförnum misserum.
Í þessari viku á Honda Classic þá var Masters meistarinn frá 2011, Charl Schwartzel langt frá því ánægður með að vera að tímaverðir PGA Tour settu holl hans á klukkuna, þ.á.m. dómarinn Andrew Miller, sem e.t.v. skýrir af hverju sumir dómarar eru tregir til þess að veita bestu atvinnukylfingunum víti vegna hægagangs í leik.
Á Golf Channel sl. föstudag mátti sjá æstan Schwartzel rífast við Miller eftir 2. hring. Holl Schwartzel hafði þá nýlokið hring sínum.
„Við sýnum ykkur Charl Schwartzel eiga í æst samtal við PGA Tour dómarann Andrew Miller,“ sagði fréttamaður Golf Channel, Dan Hicks.
„Og venjulega er Schwartzel mjög kurteis, hljóðlátur náungi en þarna er hann óvenjuæstur“ hélt Hicks áfram. „Þetta er eftir spil á 18. holunni og eftir að hann hefir lokið leik.“
Það sem Schwartzel var svona æstur yfir var að holl hans hafði verið sett á klukkuna á 17. holu þegar bara átti eftir að spila 1 holu. Schwartzel var í holli með hinum mjög svo hæga Ben Crane og Íslandsvininum Anirban Lahiri frá Indlandi. Og þetta olli því að Schwartzel fékk skolla á hina tiltölulegu auðveldu 18. holu, sem olli því að S-Afríkubúinn var svona æstur.
„Ég sagði, „Finnst þér þetta virkilega réttlátt?“ útskýrði Schwartzel síðan aðspurður hvað sér og Miller hefði farið á milli. „Hann (Miller) sagði: „Já, þið eruð á eftir.“ „Ég (Schwartzel) sagði: „Nei við erum það ekki. Við erum ekki að tefja neinn. Náungarnir fyrir aftan okkur eru ekki einu sinni komnir á 17. teig. Og náungarnir á undan okkur hafa lokið leik.“
„Ég næ þessu ef við t.d. hefðum átt eftir 9 holur og við erum t.d. holu á eftir, en þaað er staðreynd að hollið á undna okkur lauk keppni 14 mínútum á eftir hollinu á undan þeim. Hollið á undan þeim lauk keppni 16 mínútum á eftir þeim hóp. Þannig að við vorum nákvæmlega á taka út það sem fór fram í hollunum á undan okkur.“
„Ég var bara reiður við hvernig tekið var á þessu. Þetta var ekki nauðsynlegt. Stundum er það nauðsynlegt en á þessu stigi á síðustu holu þegar maður er ekki að tefja neinn þá er þetta tilgangslaust.„
Schwartzel lauk keppni á the Honda Classic T-16 á samtals 2 undir pari (67 70 72 69).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024