PGA: Scott Piercy sigraði á RBC Canadian Open – hápunktar og högg 4. dags
Það var Bandaríkjamaðurinn Scott Piercy sem sigraði á RBC Canadian Open. Piercy vann mótið á samtals 17 undir pari, 263 höggum (62 67 67 67). „Leiðindagolfið“ sem Piercy varð að leika í mótinu hafði það í för með sér að þegar hann vann varð hann svo glaður að hann gat varla lýst tilfinningum sínum. Piercy spilaði frekar öruggt staðsetningargolf fremur en að sýna djarfan leik með því að slá á stangirnar. Þetta er ekki uppáhaldstegund golfleiks sagði hann en hann var samt ánægður með niðurstöðuna.
„Ég hef verið að spila vel um skeið nú og maður þarfnast bara nokkurra tækifæra hér og þar,“ sagði Piercy. „Ég fékk góð tækifæri og spilaði pottþétt golf og nú er ég í raun orðlaus. En í rauninni er bara glaður að standa uppi sem sigurvegari.“
Fyrir sigurinn hlaut Piercy $936.000 eða u.þ.b. 125 milljónir íslenskra króna.
Aðeins 1 höggi á eftir voru þeir Robert Garrigus og William McGirt sem deildu 2. sætinu á samtals 16 undir pari, 264 höggum; Garrigus (64 66 64 70) og McGirt (63 66 66 69).
Fjórða sætinu deildu 3 fremur óþekktir kylfingar Josh Teater, Bud Cauley og Chris Kirk, en allir spiluðu þeir á 14 undir pari.
Í 7. sæti var gamla brýnið Vijay Singh ásamt þeim Bo Van Pelt og Scott Stallings á samtals 12 undir pari.
Til þess að sjá viðtal við sigurvegarann Scott Piercy að keppni á RBC Canadian Open lokinni SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá úrslitin í RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 4. dags á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 4. dags á RBC Canadian Open sem er vipp Piercy SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024