Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2020 | 20:00

PGA: Sergio Garcia sigraði á Sanderson Farms meistaramótinu!

Það var spænski kylfingurinn Sergio Garcia, sem sigraði á móti vikunnar á PGA, Sanderson Farms Championship, en mótið fór fram dagana 1. – 4. október 2020.

Sigurskor Garcia var 19 undir pari, 269 högg (68 68 66 67).

Þetta var fyrsti sigur Garcia á PGA mótaröðinni frá árinu 2017; en alls hefir Garcia þá sigrað 11 sinnum á PGA.

Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn Peter Malnati, aðeins 1 höggi á eftir á samtals 18 undir pari.

Í 3. sæti var enn annar Bandaríkjamaður J.T. Poston, á samtals 16 undir pari.

Keegan Bradley og Svíinn Henrik Norlander deildu síðan 4. sæti; báðir á samtals 15 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á Sanderson Farms Championship með því að SMELLA HÉR: