Jan 24, 2021; La Quinta, California, USA; Si Woo Kim poses with the winner’s trophy after the final round of The American Express golf tournament at PGA West Peter Dye Stadium Course. Mandatory Credit: Orlando Ramirez-USA TODAY Sports
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2021 | 04:55

PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express

Það var Si Woo Kim, frá S-Kóreu, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA Tour, The American Express, sem fram fór La Quinta, Kaliforníu, dagana 21.-24. janúar 2021.

Sigurskorið var 23 undir pari, 265 högg (66 68 67 64).

Fyrir sigurinn hlaut Kim $1,206,000 eða u.þ.b. 158 milljónir íslenskra króna.

Í 2. sæti varð Patrick Cantlay, aðeins 1 höggi á eftir, þ.e. á samtals 22 undir pari.

Ástralinn Cameron Davis varð í 3. sæti á samtals 20 undir pari og Tony Finau í því fjórða á samtals 19 undir pari.

Brandon Hagy, sem kom inn í mótið fyrir Jon Rahm og leiddi eftir 1. dag, varð T-21, en hann náði ekki að fylgja eftir glæsi- 1. hring sínum upp á 64 högg.

Sjá má lokastöðuna á The American Express með því að SMELLA HÉR: