Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2017 | 12:00

PGA: Spieth pirraður yfir illa rakaðri glompu á The Players

Jordan Spieth var ekki par hrifinn yfir illa rakaðri glompu á TPC Sawgrass þ.e. 1. holunni.

Boltinn hans var í slæmri legu í glompunni og ekki bætti úr skák hversu illa rökuð glompan var.

Spieth tók því upp farsímann sinn og tók mynd af glompunni til að hafa sönnun og lagði síðan sönnunargagnið fyrir vallarstarfsmenn.

Allt slíkt er tekið mjög alvarlega á PGA Tour.

Hann fékk síðan tvöfaldan skolla á holuna sem var 10. hola hans á 1. hring Players.

Það var alveg augljóst hversu pirraður hann var, hann náði boltanum upp úr holunni og þrípúttaði.

Þetta var bönker sem leit út eins og einhver teldi ekki skipta máli hvernig hann liti út eða hefði verið að flýta sér af flöt,“ sagði Spieth, sem lauk 1. hring á 1 yfir pari, 73 höggum. „Ég var í verri en plöggaðri legu, þegar boltinn féll í (förin í bönkernum).“

Ég hef líklega brugðist of hart við, en allt í allt, þá sést þetta ekki mjög oft og ég veit að kaddýinn minn, Michael rakar og gengur úr skugga um að allt sé nákvæmlega eins og það var þegar hann kom að glompunni, þannig að ef einhver slær í bönker, þá fái allir að spila við sömu aðstæður.  Og maður sér það ekki – strákarnir eru mjög góðir í 99.9% tilvika en þetta var mjög pirrandi vegna þess að ég veit að þar sem ég var í venjulegri legu hefði þetta ekki verið svo slæmt, en þarna átti ég engan sjéns. Þannig að þetta var frústrerandi tími á hringnum þegar ég var að reyna að fá smá flæði í hlutina,“ sagði Spieth loks.