Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2019 | 07:00

PGA: Svenson efstur e. 1. dag Sony Open

Það er kanadíski kylfingurinn Adam Svenson, sem er efstur eftir 1. dag Sony Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour og 2. mótið á mótaskránni 2019.

Mótið fer fram í Honolulu dagana 10.-13. janúar 2019.

Svenson kom í hús á 9 undir pari, 61 höggi – fékk 1 örn, 7 fugla og 10 pör. Ótrúlega flottur hringur!!!

Í 2. sæti er Andrew Putnam, á 8 undir pari, 62 höggum; í 3. sæti er Matt Kuchar á 7 undir pari, 63 höggum og 4. sætinu deila 3 kylfingar Chez Reavie, Hudson Swafford og japanski kylfingurinn sem nýverið hlaut boðskort á Masters risamótið, Shugo Imahira, allir á 5 undir pari, 65 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Sony Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags Sony Open SMELLIÐ HÉR: