PGA: Steve Stricker efstur þegar Hyundai TOC er hálfnað – Spilaði á 63 höggum!
Steve Stricker sýndi öllum og sannaði af hverju hann er efstur Bandaríkjamanna á heimslistanum, en hann er nú í 6. sæti heimslistans. Jafnframt sýndi hann öllum að stirðleikinn sem hann hefir verið að fást við í hálsvöðvum og kraftleysi í handlegg, virðist ekki há honum. Hann var bara 1 höggi frá því að setja nýtt vallarmet á Plantation golfvellinum í Kapalua á Hawaii í nótt. Golfleikur hans var það næsta við fullkomnun.
Steve Stricker kom í hús á 63 glæsihöggum! Hann spilaði skollafrítt, fékk 8 fugla og örn á par-5 15. brautina. Stricker leiðir nú á mótinu, er á samtals -15 undir pari, 131 höggi (69 62) og á 5 högg á næsta mann, 2. tekjuhæsta kylfing síðasta tímabils, Webb Simpson, sem sýnt hefir mikinn stöðugleika og spilað á 68 báða dagana og er því á 136 höggum, þ.e.-10 undir pari.
Í 3. sæti er síðan enn einn Bandaríkjamaðurinn, Kevin Na, sem skrifaði sig inn í sögubækur í nótt á lokaholum Plantation, þar sem hann fékk 2 erni í röð. Glæsilegra verður það varla! Golfið í nótt var hreinasta flugeldasýning. Kevin er á samtals -9 undir pari, þ.e. 137 höggum (73 64).
Fjórða sætinu deila síðan forystumaður gærdagsins, Jonathan Byrd og Skotinn Martin Laird, báðir á -8 undir pari hvor, þ.e 138 höggum; Byrd (67 71) og Laird (68 70).
Til þess að sjá stöðuna á Hyundai TOC smellið HÉR:
Til þess að sjá högg dagsins; annan af 2 örnum Kevin Na á lokaholum 2. hrings (hér á 18. holunni) smelið HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Hyundai TOC smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024