Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2013 | 23:00

PGA: Tiger sigraði á Farmers Insurance Open

Fyrsti sigur Tiger Woods í höfn í ár!!! … og kemur eflaust fæstum á óvart!!! Skyldi þetta aðeins vera byrjunin á því sem í vændum er? A.m.k. eru margir farnir að spá Tiger 15. risamótstitilinum í ár!!!  Hvort sem það allt rætist, þá er eitt öruggt hann spilaði hreint draumagolf á Torrey Pines á Farmers Insurance 2013 og einstaklega gaman að fylgjast með.

Tiger spilaði á samtals 14 undir pari, 274 höggum (68 65 69 72) . Í dag lék Tiger á sléttu pari, 72 höggum, fékk  3 fugla og 6 pör á fyrri 9 og fugl, 5 pör, 2 skolla og skramba á seinni 9. Eiginlega var sigur hans aldrei í hættu spurningin bara hversu stór hann yrði!

Þetta er í fyrsta sinn sem Tiger vinnur mótið undir heitinu Farmers Insurance Open, en það hét áður Buick Invitational.

Í 2. sæti urðu Josh Teater og Brandt Snedeker á samtals 10 undir pari, hvor.

Fjórða sætinu deildu síðan Jimmy Walker og Nick Watney á samtals 9 undir pari, hvor.

Til þess að sjá úrslitin á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: