Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2012 | 22:32

PGA: Tiger vann á Bay Hill!

Það var Tiger Woods sem sigraði á Arnold Palmer Invitational… og það í 7. sinn. Er hann kominn aftur?  Hann er a.m.k. í 1. sæti á þessu móti og það lofar góðu um framhaldið.

Tiger spilaði á samtals -13 undir pari, 275 höggum (69 65 71 70)… og gjörsamlega ótrúlegt aðhöggið hans að 18. holu!

Í 2. sæti varð Norður-Írinn Graeme McDowell, 5 höggum á eftir Tiger. McDowell spilaði á -8 undir pari, samtals 280 höggum (72 63 71 74).

Í 3. sæti varð síðan Englendingurinn Ian Poulter á -6 undir pari (71 69 68 74).

Til þess að sjá úrslitin að öðru leyti  á Arnold Palmer Invitational smellið HÉR: