Tom Kim
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2022 | 18:00

PGA: Tom Kim sigraði á Shriners Children´s Open

Það var Tom Kim, sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour dagana 6.-9. október 2022: Shriners Children’s Open.

Mótið fór að venju fram á TPC Summerlin, í Las Vegas, Nevada.

Sigurskor Kim var 24 undir pari.

Tveir deildu 2. sætinu: Matthew NeSmith og Patrick Cantlay, báðir 3 höggum á eftir Kim.

Tom Kim (Kim Joo-hyung; á kóreönsku: 김주형;) er fæddur í Seúl, í Kóreu 21. júní 2002 og því 20 ára. Kim gerðist atvinnumaður í golfi 2018 og á í beltinu 11 sigra á 6 mótaröðum, þar af 2 á PGA Tour; en þetta er 2. sigur hans á PGA. Fyrri sigurinn kom á Wyndham Championship 7. ágúst nú í ár.

Sjá má lokastöðuna á Shriners Children’s Open með því að SMELLA HÉR: