PGA: Upptökur náðust af DeChambeau að skemma golfvelli
Í 2. skipti í röð hefir Bryson DeChambeau náðst á filmu að eyðileggja flatir í ergelsi eftir slælega frammistöðu í 2 ólíkum mótum PGA Tour.
DeChambeau náðist fyrst á upptöku eyðileggja part af flatarglompu á 1. hringThe Genesis Open, á par-3 16. holunni í Riviera Country Club,
Sjá má upptöku af því með því að SMELLA HÉR:
Síðan eftir 1. hring WGC-Mexico Championship, þar sem DeChambeau spilaði á 4 yfir pari, 75 höggum náðist upptaka af honum, þar sem hann er í bakgrunni á Sky Sports upptöku af gamla risameistaranum Rich Beem, sem var að fjalla um mótið, en þar sést DeChambeau höggva í æfingapúttflöt með pútternum sínum.
Sjá með því að SMELLA HÉR:
Hvað gengur atvinnumönnum í golfi s.s. DeChabeau eiginlega til að vera að eyðileggja golfvelli með þessum hætti?
DeChambeau allaveganna sýndi tilburði að laga æfingapúttflötina og þar sem hann hjó ekki í flöt í mótinu sjálfu fær hann ekki víti fyrir. En fyrir mann sem predikar að það verði að halda jafnvægi á vellinum til þess að heilinn geti virkað á réttan hátt þá er þetta býsna leiðinlegur vani sem er í uppsiglingu hjá honum þarna og hann í andstöðu við sjálfan sig.
Sergio Garcia var nýlega vikið úr móti fyrir að eyðileggja 5 flatir á 3. hring Saudi International á Evróputúrnum.
Eftir að Beem sá Bryson á myndskeiði á upptökunni af sér, þá fór hann á Twitter og lét í ljós skoðun sína á DeChambeau.
“Holy cow! What the hell was that??!? C’mon @b_dechambeau, ya gotta do better than that pards,”tvítaði Beem m.a.
DeChambeau hefir síðan beðist afsökunar á framferði sínu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024