Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2012 | 03:30

PGA: Vijay Singh og Phil Mickelson í forystu fyrir lokahring BMW Championship

Það eru Vijay Singh og Phil Mickelson sem leiða fyrir lokahring BMW Championship. Singh og Mickelson eru báðir búnir að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum; Singh (65 66 69) og Mickelson (69 67 64).

Þriðja sætinu deila Lee Westwood og Rory McIlroy nr. 1 í heimi aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum þ.e. á 15 undir pari samtals hvor.

Í fimmta sæti eru síðan Adam Scott, Robert Garrigus og Dustin Johnson á 14 undir pari hver.

Einn í 8. sæti er síðan Tiger Woods á 13 undir pari, 3 höggum á eftir þeim Singh og Mickelson.

Aðeins 4 högg skilja þann í 1. og 11. sæti að, sem sýnir hversu tvísýn keppnin er og hver af framangreindu gæti staðið uppi sem sigurvegari í lok dags.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að högg 3. dags á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: