Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2011 | 05:30

PGA: Wi, Na og Vegas á toppnum í Las Vegas

Bandaríkjamaðurinn Kevin Na átti frábæran hring á Justin Timberlake mótinu í Las Vegas kom inn á 63 höggum. Hann er því efstur á mótinu ásamt Jhonattan Vegas frá Venezuela og Charlie Wi frá Suður-Kóreu, en allir eru búnir að spila á samtals 130 höggum og eru samtals -12 undir pari; Wi (64 66); Na (67 63) og Vegas (63 67).

Tim Herron, Kris Blanks og Hunter Haas deila 4. sætinu og er vert að geta hrings þess síðastnefnda því hann átti lægsta skorið í gær, á skorkorti hans var aðeins 61 högg!

Sjá má stöðuna þegar Justin Timberlake mótið er hálfnað með því að smella HÉR:  

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Justin Timberlake for Shriner Hospital for Children Open smellið HÉR: