Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2014 | 20:00

Phil með í Houston

Phil Mickelson hefir staðfest að hann muni taka þátt í Houston Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour, og hefst á morgun.

Hinn 43 ára Phil dró sig úr  Valero Texas Open eftir að hafa náð niðurskurði vegna tognunar á kviðvöðva.

Mickelson nýtti sér tækifærið og flaug til Augusta og segist geta sveiflað vel og verkurinn hafi minnkað úr sárum í eymsli.

Phil sigraði á Houston Open árið 2011 og mun eftir það, að sögn, reyna að hala inn 4. risamóts Masters sigri sínum en hann hefir sigrað í mótinu 2004, 2006 og 2010. Sumir hafa í því sambandi bent á að það sé „slétt ár“ nú, þ.e. 2014, en sigrar Mickelson hafa alltaf fallið á ár með slétri tölu.

„Ég spilaði 9 holur í dag í Augusta og mér leið bara býsna vel,“ sagði hann á vefsíðu sinni.

„Sveiflan var fín. Þetta voru bara smáeymsli í stað þess að vera sárt. Mér finnst að til þess að veita sjálfum mér besta tækifærið á Masters verði ég að spila í Houston.“

„Eg ég teldi að ég myndi skaða mig á að spila myndi ég hafa dregið sjálfan mig úr mótinu, en síðustu dagar hafa bara verið góðir!“