Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2014 | 09:45

Phil Mickelson á ruðningsboltaleik

Nr. 5 á heimslistanum, Phil Mickelson dró sig úr Valero Texas Open á laugardaginn, vegna tognaðs innri kviðvöðva eftir að hafa með ótrúlegum hætti komist í gegnum niðurskurð deginum áður.

Þegar Phil dró sig úr mótinu sagðist hann ætla til San Diego til þess að fara til læknis.

Hann fór þó ekki beint af mótinu í Texas til læknisins.

Það sást nefnilega til hans á ruðningsboltaleik San Antonio Spurs, sama kvöld og hann dró sig úr mótinu.

Hann sagðist hafa lofað 14 ára dóttur sinni að fara með henni á leikinn og þrátt fyrir að hann væri þjáður af tognaða kviðvöðvanum úti á velli virtist hann skemmta sér ágætlega á ruðningsboltaleiknum, en andliti hans og Amöndu var varpað á risaskjá (Jumbotron).

Mickelson veifaði til áhorfenda og Amanda dóttir hans fékk  Spurs stuttermabol.

Aðspurður eftir leikinn hvort hann myndi taka þátt í móti þessarar viku, þ.e. Shell Houston Open sagði hann: „Ég vona að verði í lagi með mig þannig að ég geti spilað, ég bara veit það ekki á þessari stundu.“