Phil sigraði í einvíginu við Tiger
Hið margauglýsta „Einvígi“ Phil Mickelson og Tiger Woods fór fram nú fyrr í kvöld á Shadow Creek í Norður Las Vegas, Nevada.
Einvígið eða „The Match“ eins og keppnin milli þessara goðsagna bandarísks golfs undanfarin ár er kölluð var leikin með 18 holu holukeppnisleikfyrirkomulagi.
Phil hafði betur gegn Tiger, en leikar fóru allt á 22. holu.
Þeir sem fylgdust með „keppninni“ sögðu hana hafa verið slaka og í besta falli í undir meðallagi m.a. lét Charles Barkley „golffréttaskýrandi“ sem frægari er fyrir afrek á körfuboltavellinum en í golfi hafa eftirfarandi eftir sér um einvígið: „“This is some crappy golf,” (Lausleg þýðing: „Þetta er lélegt golf“) – … og þurfti ekki snilling til þess að sjá það!
En „Lefty“, eins og Phil Mickelson er oft kallaður, er engu að síður 9 milljónum bandaríkjadala ríkari (sem samsvarar u.þ.b. 1.1. milljarði íslenskra króna) – Sjá má Lefty við peningahrúguna, sem var í verðlaun hér að neðan
Eins hefir Phil „brag rights“ þ.e. réttinn til þess að berja sér á brjóst og mæra sjálfan sig og velta sér upp úr minningunni um að hafa sigrað einn besta kylfing allra tíma í „Einvíginu“ næstu árin, sbr. orð hans sjálfs eftir sigurinn:
„A day like today is not going to take anything away from Tiger’s greatness, he’s the greatest of all time, but to have some smack talk for the next few years means a lot to me because I don’t have much on him,” (Lausleg þýðing: „Dagur eins og þessi tekur ekkert frá því hversu frábær Tiger er; hann er besti kylfingur allra tíma, en að hafa eitthvað til þess að smjatta á næstu árin hefir mikla þýðingu fyrir mig því ég á ekki mikið á hann.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024