Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2014 | 18:00

Poulter og Westwood í Twitter-stríði

Ian Poulter og Lee Westwood eiga í skemmtilegu „Twitter-stríði.“

Það byrjaði allt á því að Poulter gerði grín að því sem Westy var í, á Masters risamótinu.  Sem e.t.v. er skiljanlegt því það sem Westy var í var býsna lummulegt – hann leit út eins og gangandi endurskínsmerki!

Lee Westwood á Masters 2014

Lee Westwood á Masters 2014

Poulter byrjaði: Having a cuddle with @WestwoodLee hahaha #KCCO (Innskot KCCO er stytting á Keep Calm and Chive on) friends.

Westy kann að svara fyrir sig.  Hann tvítaði gamla mynd af Poulter og tvítaði:

„Last time I saw a shirt like that I was watching ABC (barnasjónvarpsstöð)!!!“ (Lausleg þýðing: Í síðasta sinn sem ég sá bol eins og þennan var ég að horfa á ABC (sjónvarpsstöðina). „

Ian Poulter smekklega til fara eða hvað?

Ian Poulter smekklega til fara eða hvað?

Ian Poulter var fljótur að svara fyrir sig með mynd sem er ótrúlega fyndin.:

„Now @WestwoodLee what was going on here, didn’t know you was in dance club?@

(Lausleg þýðing: Jæja, Westwood,  hvað var á seyði hér, vissi ekki að þú værir í dansklúbb?)

Lee Westwood

Lee Westwood