Fred Couples og Greg Norman
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2011 | 10:00

Presidents Cup: Fred Couples valdi Bill Haas og Tiger – Greg Norman Allenby og Baddeley

Það kom í ljós að bráðabaninn sem Bill Haas sigraði á East Lake var meira virði en $11.44 milljónir.  Með sigrinum hlaut Bill sæti í bandaríska Presidents Cup liðinu.

Fyrirliði bandaríska liðsins Fred Couples mátti velja tvo í liðið og hann kaus Tiger Woods og Bill Haas, en sá síðarnefndi vann sem kunnugt er Tour Championship í fyrsta sinn s.l. sunnudag.

Couples tók Haas, sem er sonur aðstoðarfyrirliðans Jay Haas, fram yfir Keegan Bradley, sem sigrað hefir tvívegis í ár, m.a. á risamótinu PGA Championship, (en Bill hefir aldrei sigrað á risamóti.)

Fyrirliði alþjóðlega liðsins, Greg Norman valdi Robert Allenby og Aaron Baddeley, sem báðir eru frá Melbourne. Hann sagði að Allenby hefði nánast komist „sjálfkrafa” í liðið vegna langtíma velgengni á Royal Melbourne golfvellinum og Baddley hefði gert val sitt auðvelt þar sem hann varð T-3 á Tour Championship.

Bill-Haas-med-bada-bikara

„Bill Haas vissi að hann yrði að sigra í síðustu viku og hann gerði það,” sagði Couples. „Ég gat ekki, ekki valið hann í liðið eftir það. Þegar náungi veit að 2. sætið… og hann segir ykkur það sjálfur: „annað sætið er ekki nógu gott.“ Og hann skildi það.”

Hann sagði að ef Bill hefði tapað umspilinu í East Lake og Bradley hefði orðið í 4. eða 5. sæti – hann varð í 11. sæti – þá hefði hann valið Bradley í liðið.

Couples sagði jafnframt að ef Steve Stricker gæti ekki spilað vegna meiðsla þá myndi hann velja Keegan til þess að koma í hans stað. Steve Stricker fór í röntgen í gær (þriðjudaginn 27. september) vegna meiðsla í vinstri handlegg, en ekkert var gefið upp um niðurstöður rannsóknarinnar.

Tilkynnt var um að Tiger yrði valinn fyrir 5 vikum síðan.

Tiger Woods

Couples taldi að það væri mikilvægt að láta bandaríska kylfinga vita að það væri 1 sæti, sem um væri að keppa í liðinu.

Tiger sem keppti ekki mestallt sumarið vegna meiðsla í fótlegg, kom ekki aftur til leiks fyrr en í ágúst og spilaði þá aðeins á 2 mótum og komst ekki í gegnum niðurskurð á PGA Championship.

Tiger spilar í næstu viku á Frys.com Open og spilar á Australian Open vikuna fyrir Presidents Cup, sem fram fer 17.-20. nóvember í  Royal Melbourne.

„Það gengur bara vel,“sagði Tiger. „Við æfum stíft á hverjum degi í The Medalist og ég spila eins mikið og ég mögulega get, en það er nokkuð sem ég hef ekki gert í allt sumar vegna þess að ég hef ekki fengið grænt ljós (lækna) til þess.

„Ég virkilega hlakka til að vera búinn að koma lagi á leik minn fyrir Presidents Cup.“

Couples íhugaði einnig að velja Brandt Snedeker, sem var í 11. sæti á Presidents Cup lista Bandaríkjamanna.

„Til hamingju Bill Haas og Tiger Woods. Þeir verðskulda að hafa verið valdir. Þó að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum er ég ánægður að hafa komið til greina. Áfram Bandaríkin,” sagði Bradley á Twitter.

Keegan Bradley sigurvegari PGA Championship

Keegan Bradley er fyrsti Bandaríkjamaðurinn, sem sigrar á risamóti og er ekki valinn í lið Bandaríkjanna síðan Todd Hamilton, sem vann Opna breska var ekki valinn í Ryder Cup liðið bandaríska 2004.

Hvað Presidents Cup liðið varðar þá voru Ben Curtis (sigurvegari Opna breska) og Shaun Micheel (sigurvegari PGA Championship) ekki valdir í liðið 2003. Því að sigra á risamótunum var þeirra eini sigur það árið. Það sama á ekki við um Keegan, sem er 25 ára nýliði. Hann vann líka á Byron Nelson Championship.

Couples sagði að hann hefði talað í 45 mínútur við Keegan Bradley í símann til þess að útskýra ákvörðun sína.

„Ég er ekki að segja: „Hey, þú átt eftir að vera með í fjölda liðakeppna. Ég myndi ekki vilja heyra það.” sagði Couples.  „Ég veit að hann er ungur kylfingur. Ég lagði línurnar fyrir 3-4 vikum síðan, þannig að allir vissu hvar þeir stæðu.”

„Mér fannst bara í þessu tilviki Bill Haas öruggara val þar sem hann hefir í 2 ár ekki verið neðar en í 12. sæti.  Hann hefir sigrað 3 sinnum s.l. tvö ár.”

Þeir sem skipa bandaríska Presidents Cup liðið eru Steve Stricker, Matt Kuchar, Dustin Johnson, Bubba Watson, Nick Watney, Hunter Mahan, Phil Mickelson, Jim Furyk, Webb Simpson og David Toms.

Þetta er í fyrsta sinn sem Haas, Watney og Simpson taka þátt í liðakeppni f.h. Bandaríkjanna.

Robert Allenby

Með Allenby og Baddley er það 5 Ástralar sem eru í alþjóðlega liðinu (en það samanstendur af kylfingum alls staðar úr heiminum nema Bandaríkjunum og Evrópu). Þetta er í 5. skipti frá upphafi President Cup að 5 Ástralir hafa verið í alþjóðlega liðinu.

Allenby var ekki í liðinu ’98 í  Royal Melbourne vegna þess að hann var að ná sér eftir bílslys, sem nærri því kostaði hann lífið. Þetta er í 6. sinn sem hann tekur þátt og langmikilvægasta skiptið.

„Að fara ti Melbourne og spila á Royal Melbourne golfvellinum er líklega einn af hápunktum ferils míns,” sagði Allenby.

Norman sagði að hann hefði eiginlega „sjálfkrafa” stimplað sig inn í liðið vegna þess að Allenby spilar alltaf besta golfið sitt „Down Under” og benti á (að Allenby hefði) eitt árið sigrað á Australian Masters, Australian Open og the Australian PGA á einu og sama árinu.

Aaron Baddeley

Baddeley var erfiðara val, sérstaklega vegna þess að John Senden, frá Ástralíu var í 2. sæti í BMW í Chicago fyrir 2 vikum. Baddley varð hins vegar T-3 á Tour Championship meðan John Senden varð í 25. sæti.

„Þar sem við spilum í Ástralíu vildi ég hlaða eins mörgum Áströlum og mögulegt var í liðið,” sagði Greg Norman.  […]

Þeir 10 sem komust í alþjóðlega liðið voru Adam Scott, Jason Day, Charl Schwartzel, Ernie Els, K.J. Choi, K.T. Kim, Ryo Ishikawa, Y.E. Yang, Geoff Ogilvy og Retief Goosen.

Norman valdi Baddley fram yfir Senden, Louis Oosthuizen og Vijay Singh, en sá síðastnefndi var sá eini sem fram að því hafði keppt á öllum 8 President Cup mótunum.

Heimild: Golf Digest