Q-school LET: Tinna í góðum málum – deilir 17. sæti eftir 1. dag
Tinna Jóhannsdóttir, GK, deilir 17. sæti eftir 1. dag á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna, með 4 öðrum, þ.á.m. Kelly Tidy frá Englandi og Carlotu Ciganda frá Spáni. Kelly sigraði m.a. eitt elsta kvennagolfmótið Ladies British Open Amateur 2010 (hefir verið haldið frá 1893) og var í liði Breta&Íra áCurtis Cup 2010. Carlota er Sun Devil þ.e. spilaði með liði Arizona í bandaríska háskólagolfinu og sigraði m.a. European Championships 2004 og 2008 og hefir átt sæti í spænska golflandsliðinu.
Tinna er virkilega að keppa við rjómann í evrópsku kvennagolfi og hún stendur sig vel! Tinna spilaði 1. daginn á Suður-velli La Manga og var á +1 yfir pari, en Suðurvöllurinn er par-73. Góð byrjun hjá Tinnu! Hér má sjá nýlega kynningu Golf 1 á La Manga golfvellinum: LA MANGA Í CARTAGENA Á SPÁNI
Það er hollenska stúlkan Chrisje De Vries sem er í 1. sæti, en hún spilaði á 69 höggum þ.e. -4 undir pari og aðeins 5 högg, sem skilja hana og Tinnu að.
Það eru 35 keppendur og þær sem eru jafnar í 35. sæti, sem komast áfram á lokaúrtökumótið og lítur allt vel út fyrir Tinnu í augnablikinu.
Golf 1 óskar Tinnu góðs gengis á morgun!
Til þess að sjá stöðuna á La Manga eftir 1. dag smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024