Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2012 | 12:00

Q-school LET: Tinna tíar upp

Nákvæmlega á þessari mínútu er Tinna Jóhannsdóttir, GK, að tía upp fyrir  lokahringinn í Q-school, þ.e. úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET). Hún á rástíma kl. 13:00 að staðartíma (kl. 12:00 hér heima á Íslandi). Spilað er á Norður-velli La Manga, í Murcia, á Spáni.

Tinna er sem stendur í 5. sæti  á samtals -1 höggi undir pari; 35 efstu komast áfram í lokúrtökumótið og lítur allt mjög vel út fyrir Tinnu í augnablikinu Þær sem deila 34. sætinu fyrir lokahringinn í B-hóp Tinnu eru á skori upp á samtals +9 hver, þannig að það munar 11 höggum á Tinnu og þeim.

En golf er golf og þar getur allt gerst – það er ekkert öruggt fyrr en í lok dags. Úrslita er að vænta svona upp úr kl. 17:00.

Það er vonandi að Tinnu gangi allt í haginn í dag!

Fylgjast má með gangi mála á lokahring B-hóps á La Manga með því að smella HÉR: