Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2011 | 19:10

Quiros – sigurvegarinn í Dubai – lyftir sér í 21. sæti heimslistans

Alvaro Quiros lauk sinni eiginn Dubai tvennu þegar hann bætti Dubai World Championship styrktu af DP World við Dubai Desert Classic titil sinn, sem hann átti fyrir.

Spánverjinn setti niður skrímsla arnarpútt á lokaholunni og lauk keppni 2 höggum á undan þeim, sem varð í 2. sæti Paul Lawrie.

Quiros var líka 2 höggum á undan Lawrie fyrir lokahringinn og tvöfaldaði forystuna og vel það með 3 fuglum á fyrstu holunum.

En Skotinn (Lawrie) fékk fugla á 5 af fyrstu 7 holunum og þegar Quiros fékk 3. skollann á 9. braut var hann allt í einu kominn 1 höggi á eftir Lawrie.

Paul Lawrie sló úr röffi í sandinn á 12. braut og allt var jafnt aftur. Quiros setti síðan niður 2,5 metra pútt á löngu 14. brautinni og eftir að Lawrie missti púttið sitt af svipuðu færi á 17. var Quiros 1 höggi yfir.

Fyrrum meistari Opna breska hafði áður fengið örn á 18. á 3. hring og Quiros að sama skapi fékk skolla, en á lokahringnum snerist dæmið við – ein mesta sleggja Evrópu (Quiros) fékk glæsiörn á 18. og hringur upp á 67 og samtals -19 högg í öllu mótinu undir pari staðreynd.

Lawrie varð í 2. sæti 1 höggi á undan Luke Donald, sem átti lokahring, sem var hreint augnkonfekt upp á 66 högg og tryggði honum Race to Dubai titilinn.

Peter Hanson færðist inn á topp-15 og fékk hluta af The Race to Dubai $7.500.000 bónus pottinum með því að ljúka keppni í 4. sæti.

„Í byrjun setti Paul niður hvert einasta pútt sem hann púttaði,” sagði Quiros, sem fékk €922,645, fyrir sigurinn, jafnframt því að færast í 6. sæti á The Race to Dubai, sem skilar honum vænum hluta af bónusnum.

„Ég var að reyna að njóta auknabliksins og baráttunnar til loka. A.m.k. ef maður vinur ekki titilinn þá er maður þó nærri því og það er jákvætt. Þetta var almennt séð mjög góður dagur milli hans og mín og augljóslega Luke í lokinn, sem augljóslega vildi blanda sér í slag okkar. Þetta er ótrúlegt. Það er aldrei hægt að hrista han af sér. Hann kemur alltaf tilbaka.  Í gær heyrði ég tölfræði um hann um 3. hring að hann hefði spilað á 67.5. Það er ótrúlegt. Augljóslega líður honum mjög vel undir pressu.”

Lawrie rétt missti af bónusnum, en varð í 18. sæti, sem er þó besti árangur hans frá árinu 2002 á Evróputúrnum.

„Ég hugsa að hver sem er myndi segja við ykkur að þeir væru vonsviknir að vinna ekki,” sagði hann. „Ég gerði nóg til að eiga möguleika á að gera betur en 18 og það er allt sem ég gat gert. Alvaro, hann slær a.m.k. 250 yarda upp í móti í vindi á 18. með 3-tré í hangandi legu. Hver sá sem slær högg eins og hann með 3-tré í þessari legu er verðugur sigurvegari. Mér hefir þótt gaman hér. Ég hef ekki spilað hér áður og þetta hefir verið frábær vika og 2. sætið er betra en það 3.  Þetta er stórt mót, með risakylfingum og frábærum. Við erum að tala um menn eins og Luke Donald fyrsta kylfinginn til þess að vinna peningatitlanna beggja vegna Atlantsála. Ég var höggi á undan Luke í þessari viku og það er gríðarmikill árangur hjá mér!”

Sigur Quiros hefir lyft honum aftur í topp-50 á heimslistanum – hann verður í 21. sæti á morgun og hann rétt sleppur með það að tryggja sér sæti á Masters í apríl á næsta ári.

Paul Lawrie fer úr 163. sætinu í 87. sætið og er þar með kominn á topp-100.

Heimild: Europeantour.com