Rachel Uchitel um ástarsamband sitt við Tiger Woods: „Það gerði líf mitt að lifandi helvíti“
Það er Tiger Woods. Mér er sama um konu hans! Við erum ástfangin,“ var haft eftir Rachel Uchitel í yfirlýsingu, sem National Enquirer birti í nóvember 2009.
Greinin markaði upphafið að einhverju versta tímabili á ferli stjörnukylfingsins Tiger, eins þekktasta íþróttamanns heims. Hápunkti náði fárið þegar sænska fyrirsætan Elín Nordegren sótti um skilnað frá Tiger 2010.
Tiger átti um 120 ástkonur og var Rachel ein þeirra.
Rachel Uchitel og Tiger Woods hittust á næturklúbbi í New York, þ.e. Griffin í Meatpacking District, sem nú er liðinn undir lok.
Rachel sagðist hafa starfað sem forstöðukona VIP þjónustu. Í síðari viðtölum lagði hún oft áherslu á það að það hefði verið á hennar ábyrgð að áberandi menn – s.s. Tiger – skemmtu sér vel.
„Ég hef alltaf verið forstöðukona VIP-þjónustu, það er mitt starf – að þekkja fólk, eiga í sambandi við það, að hanga með því. Það þýðir ekki að ég hafi kynmök við það eða eigi í samband við það . Þetta er fólk sem ég umgengst og ég verð vinkona þess, “sagði Rachel við New York Post í viðtali sem birt var í desember 2009.
Á þeim tíma neitaði hún því að eiga í ástarsambandi við Tiger og sagði að um platónskt samband þeirra hefði verið að ræða.
„Ég hafði engin samskipti við Tiger Woods, ekkert með Tiger Woods að gera,“ sagði Rachel við New York Post, áður en hún hélt áfram að bæta því við, „svo áður en ég lagði af stað – frá flugvellinum – er ég bókstaflega að eyða öllum mínum tíma í að senda sms til tengiliðar míns í Vegas. “
Eins og hún gaf í skyn, þurfti hún að skiptast á sms-skilaboðum við fólk eins og Tiger sem vildi m.a fá aðstoð hennar við steggjapartý og þess háttar.
Seinna breytti Rachel um taktík og lagði áherslu á að samband hennar við Tiger hefði verið jafnmikið tilfinningalegt og líkamlegt – og að hann, að minnsta kosti einu sinni, hefði krafist þess að hún flygi til borgarinnar, þar sem golfmót hans átti að fara fram, þar sem hann óttaðist að hann myndi tapa að öðrum kosti.
Rachel gifti sig tryggingasölumanninum, Matt Hahn í Las Vegas í október 2011. Þau eignuðust eina dóttur saman, Wyatt Lily Hahn, en skildu í júní 2013 og gekk skilnaðurinn í gegn í janúar 2014.
Rachel mun koma fram með ný smáatriði um samband sitt við Tiger í heimildarmynd Matthew Heineman og Matthew Hamachek um Tiger.
„Hér var hann, í rúmi mínu… og hann var Tiger-inn minn” segir Rachel m.a. á einum stað í myndinni.
Í myndinni talar Uchitel líka um hvernig áralangt baknagg hafði áhrif á sig persónulega og starf hennar.
„Ég gerði mistök og verð að takast á við þau,” sagði Rachel m.a og hélt síðan áfram: „Ég hlakka til þessarar heimildarmyndar [Tiger] vegna þess að hún sýnir að fjölmiðlar nýttu tækifærið og sökuðu mig um það sem annar (Tiger) gerði þ.e að auðmýkja eiginkonu sína.”
„Allt þetta hefir gert líf mitt að lifandi helvíti í a.m.k. 10 ár“, sagði Rachel loks.
Það er einmitt verið að frumsýna fyrri hluta heimildarmyndarinnar „Tiger” núna um þær mundir sem sem þessi grein birtist.
Seinni hlutinn verður síðan sýndur eftir viku.
Sjá má trailer myndarinnar hér að neðan
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024