Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2021 | 18:00

Ragnhildur með 2 vallarmet með stuttu millibili

Ragnhildur Kristinsdóttir hefir nú með stuttu millibili sett tvö vallarmet.

Hún lék á ÍSAM mótinu, þar sem hún lék á 5 undir pari, 67 höggum á Hlíðavelli, en mótið fór fram 14.-16. maí.

Á hringnum góða fékk hún 4 fugla, 1 örn og 1 skolla.  Vallarmet!

Á B59 Hotel mótinu, sem fór fram upp á Skaga viku síðar, 21.-23. maí  lék Ragnhildur á stórglæsilegum 63 höggum.

Alls fékk hún 1 skolla, 8 fugla og 1 örn.

Enn á ný glæsilegt vallarmet og einn lægsti hringur í íslensku keppnisgolfi!!!

Aðalmyndagluggi: Ragnhildur Kristinsdóttir. Mynd: GSÍ