Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2012 | 16:45

Ragnhildur og Nökkvi eru Íslandsmeistarar 35+

Ragnhildur Sigurðardóttir GR og Nökkvi Gunnarsson NK tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitil í meistaraflokkum karla og kvenna á Icelandair 35 ára og eldri sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Ragnhildur lék hringina þrjá á 222 höggum eða 12 yfir pari, fyrsta hringinn lék hún á 73 höggum annan á 74 höggum og þriðja á 75 höggum.  Ragnhildur sem var í öðru sæti fyrir lokahringinn í dag hafði hafði betur gegn Keiliskonunum Þórdísi Geirsdóttur og Ólöfu Maríu Jónsdóttur sem báðar  luku leik á 224 höggum eða 14 höggum yfir pari. Bráðabana þurfti því til að fá úr því skorið hvor lenti í öðru sæti og fór það svo að Ólöf María hafði betur.

Nökkvi Gunnarsson. NK, Íslandsmeistari 35+, 2012. Mynd: nkgolf.is

Nökkvi Gunnarsson úr Nesklúbbnum tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki. Hann spilaði á 214 höggum sem var einu höggi betra en þeir Gunnlaugur Rafnsson GJÓ og heimamaðurinn Aðalsteinn Ingvarsson. Nökkvi sem var í 3.-4. sæti fyrir loka hringinn lék í dag best allra á 72 höggum eða ein höggi yfir pari. Bráðabana þurft til að fá úrslit um annað og þriðja sætið og var það Aðalsteinn Ingvarsson sem hafði betur geng Gunnlaugi.

Einnig þurfti bráðabana til að fá úr því skorið hvort Sigursveinn Þórðarson GV eða Viðar Elíasson GV hlyti annað sætið í þriðja flokki karla og fór það svo að Sigursveinn vann.

Meistaraflokkur karla

1. sæti Nökkvi Gunnarsson NK, 71/ 71/ 72/ 214 +4

2. sæti  Aðalsteinn Ingvarsson GV, 72/ 70/ 73 / 215 +5, eftir bráðabana

3. sæti  Guðlaugur Rafnsson GJÓ, 737/ 72/ 70/ 215 +5

2. flokkur karla

1. sæti Ingi Sigurðsson GV, 71/ 81/ 82/ 234 +24

2. sæti Björn Steinar Stefánsson GKG, 78/ 80/ 77/ 235 +25

3. sæti  Kristján Ragnar Hansson GK, 77/ 79/ 81/ 237 +27

3. flokkur karla

1. sæti  Óðinn Kristjánsson GV, 88/ 91/ 87/ 266 +56

2. sæti  Sigursveinn Þórðarson GV, 91/ 86/ 927 269 +59

3. sæti  Viðar Elíasson GV, 92/ 88/ 89/ 269 +59

 

Meistaraflokkur kvenna

1. sæti  Ragnhildur Sigurðardóttir GR, 73/ 74/ 75/ 222 +12

2. sæti  Ólöf María Jónsdóttir GK, 75/ 75/ 74/ 224 +14

3. sæti Þórdís Geirsdóttir GK, 70/ 75/ 79/ 224 +14

2.  flokkur kvenna

1. sæti  Jónína Pálsdóttir GKG, 94/ 85/ 86/ 265 +55

2. sæti  Arnfríður I Grétarsdóttir GG, 90/ 89/ 91/ 270 +60

3. sæti  Karín Herta Hafsteinsdóttir GV, 92/ 93/ 96/ 281 +71

3. flokkur kvenna

1. sæti Margrét Sigmundsdóttir GK, 83/ 90/ 91/ 264 +54

2. sæti  Elín Dröfn Valsdóttir GL, 89/ 95/ 89 / 273 +63

3. sæti  Ragnheiður Stephensen GKG, 93/ 907 103/ 286 +76

4. flokkur kvenna

1. sæti  Ólöf Baldursdóttir GK, 97/ 99/ 106/ 302 +92

2. sæti Sandra Björg Axelsdóttir GKG, 106/ 103/ 104/ 313 +103

3. sæti  Guðrún Einarsdóttir GK, 101/ 105/ 113/ 319 +109

Heimild: golf1.is