Retief Goosen snýr aftur til keppni eftir uppskurð í baki
Retief Goosen mun spila á fyrsta móti sínu í næstum 5 mánuði á Volvo Golf Champions í Suður-Afríku eftir að hafa gengist undir bakuppskurð.
Tvöfaldur sigurvegari Opna bandaríska (Goosen), sem keppti síðast í ágúst 2012, varð að taka sér langt frí frá golfleik til þess að láta lagfæra brjósklos. Hann byrjar aftur 6 vikum fyrr en áætlað var.
Í viðtali við fréttafulltrúa European Tour sagði Goosen: „Ég er mjög spenntur fyrir nýja árinu. Augljóslega hafa síðastliðinn 3 ár verið slæm.“
„Á síðasta ári reyndi ég svolítið af öllu…. sprautur, var mikið hjá sjúkraþjálfara, allt hugsanlegt en ekkert var virkilega að virka. Að síðustu átti ég einskis annars valkosti en að fara í aðgerð.“
„Það hafa næstum liðið 5 mánuðir síðan þá. Ég hef verið án verkjalyfja og það hreinsar kerfið svolítið. Ég byrjaði að slá bolta, en bara hálf högg, u.þ.b. fyrir 3 vikum síðan og mér leið vel.“
Goosen á í beltinu 14 sigra á Evrópumótaröðinni en hefir ekki sigrað síðan 2007 og segir að þar sem golf sé ófyrirsjáanlegt geti allt eins farið að hann sigri í Durban.
„Vonandi verður bakið eins gott og það er núna. Ég þarf bara að vinna í sveiflunni svolítið og finna leikinn. Ég sit ekki hérna og býst við að vinna, en maður veit aldrei í þessum leik!“
Heimild: Sky Sports
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024