Richard Sterne glaður að vera farinn að spila golf eftir fjarveru vegna gigtar
Richard Sterne frá Suður-Afríku viðurkennir að hann sé ánægður að vera aftur farinn að spila golf eftir að hafa misst af næstum öllu síðasta keppnistímabilinu vegna krónískrar gigtar.
Richard, 30 ára, var rísandi stjarna á Evróputúrnum og vann 5 sinnum á árunum 2004-2009 á þeim túr.
En Sterne hefir aðeins spilað í 10 mótum á s.l. 2 keppnistímabilum vegna gigtarinnar.
Richard tók þátt í sínu fyrsta móti í 11 mánuði þegar hann spilaði á Africa Open s.l. mánuð og í ljósi alls var árangur hans þar meira en viðunandi, 6. sætið.
Richard Sterne tekur þátt í Dubai Desert Classic og hóf leik í gær á 66 höggum. Hann var á 71 höggi í dag og er ásamt 4 öðrum kylfingum T-13 (þ.e. deilir 13. sæti með þeim) og er á samtals -7 undir pari.
„Ég er með lausan disk í bakinu og er að kljást við gigt en vonandi er ég nú kominn á réttu meðulinn.“ sagði Sterne.
„Ég reyndi að spila nokkrum sinnum á síðasta ári, en verkurinn var bara svo mikill að hann hafði áhrif á sveifluna.“
„Ég hef verið hjá sjúkraþjálfara og reynt að byggja mig almennt up og mér finnst ég nógu hress til að spila í augnablikinu.“
Sterne sagði líka hafa fengið hvatningu vegna góðs árangurs landa sinna Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel sem báðir hafa unnið á risamótum.
„Þeim hefir gengið svo vel að ég er ákveðinn að reyna að fylgja þeim og gera eitthvað framúrskarandi á einverju sviði,“ sagði Sterne í viðtali við útvarpsstöð Evróputúrsins.
Heimild: europeantour.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024