Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2014 | 07:50

Rickie Fowler með í mottumars?

Rickie Fowler hefir látið raka af sér mikið yfirvaraskegg sem hann var með og prýddi hann m.a.  í myndskeiðum, þar sem hann lék „golfleynilöggu“ sem fylgdist með reglubrotum á golfvöllum.  Sjá m.a. með því að SMELLA HÉR RICKIE 1 og SMELLA HÉR RICKIE 2

Eitthvað hefir hann ekki alveg skilið við yfirvaraskeggin.

Rickie Fowler tvítaði nefnilega í gær eftirfarandi:

Mustache on my #TourTrusty @cobragolf…@PUMAGolf Fall ’14 campaign shoot

m.ö.o.  hann segir að mynd af yfirvaraskeggi verði á járni hans á Arnold Palmer Inv. og jafnframt lét hann fylgja með mynd af sér og járninu.

Er Fowler þar með ekki að taka þátt í mottumars? … þó með óbeinum hætti sé.  A.m.k. er kylfan hans þátttakandi! 🙂

Rickie Fowler

Rickie Fowler