Rickie Fowler sannar enn og aftur af hverju golfheimurinn elskar hann
Rickie Fowler var með der með aukahvatningu á á fyrsta hring Phoenix Open í gær. (Sjá mynd af Fowler í myndglugga).
Næst við Puma „P“-ið yfir enni hans var pinnuð mynd af ungum áhanganda, sem var klæddur í kunnugleg Fowler golfföt í skær-appelsínugulu og þar undir stóð „þumalinn upp“ (ens. thumbs up.)
Myndin var af Griffin Connell, sem bjó í Scottsdale og dó í síðustu viku aðeins 7 ára eftir að hafa barist við erfiðan og flókinn öndunarsjúkdóm. Connell hitti Rickie Fowler fyrst 2013 og hann mætti reglulega til þess að styðja uppáhalds kylfinginn sinn.
Fowler birti meðfylgjandi á Instagram þar sem m.a. stendur að vikan „muni ekki vera sú sama“ án Connell þarna til þess að heilsa upp á hann eftir hringinn.
Rickie skrifaði:
„rickiefowlerThis week just won’t be the same without my #1 fan, Griffin!! We lost him last week…he was always our highlight of the @wmphoenixopen…seeing him and his family watch us every step of the way no matter what it took…Griffin you were and always will be a legend in my mind!! You will always be a part of my team!! Rest In Peace bud!! Thumbs Up👍“
(Lausleg þýðing: Þessi vika mun bara ekki verða sú sama án nr. 1 áhanganda míns Griffin!! Við misstum hann í síðustu viku… hann var alltaf hápunktur okkar á @wmphoenixopen… að sjá hann og fjölskyldu hans fylgjast með okkur, hvert einasta fótmál sama hvað til þurfti … Griffin þú varst og munt alltaf vera goðsögn í mínum huga!!! Þú munt alltaf vera hluti af teymi mínu!! Hvíldu í friði vinur!! Þumlana upp👍“)
„Hann var bara mikill aðdáandi leiksins,“ sagði Fowler. „Ég útnefndi hann nr. 1 áhanganda minn, þannig að hann átti alltaf sérstakan stað hjá mér og (kaddýnum) mínum Joe (Skovron). Við hlökkuðum til að sjá hann og fjölskylduna í hverri viku hérna úti á mótinu á hverju ári, þannig að það er leiðinlegt að við höfum hann ekki hér þessa viku vegna þess að það var gaman að sjá hann.“
Connell gekkst undir margar skurðaðgerðir á sl. árum og í minningargrein var honum lýst sem „innblástur með mikinn perónuleika og ódalandi ákveðni.“
„Þetta fær mann bara til þess að meta stöðuna sem margir okkar eru í,“ sagði Fowler. „Jafnvel þegar ég átti lélegt högg hérna á liðnum árum, þá þurfti ég bara að líta til hliðar og sjá hann. Hann var svo spenntur að vera hérna og fylgjast með okkur, það fær mann til að sjá hlutina í réttu ljósi.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024