Robert Allenby í 1. sæti eftir 1. dag á CIMB Asia Pacific Classic
Apamálið virðist ekki hafa haft nein eftirköst því Ástralinn Robert Allenby kom inn á -8 undir pari, 63 höggum eftir 1. hring á CIMB Asia Pacific Classic, sem er sameiginlegt mót PGA Tour og Asian Tour. Allenby leiðir því eftir 1. dag mótsins og setti þar að auki vallarmet. Hann varð að forða sig á harðahlaupum í fyrrdag, þegar grár, skarptenntur api sem hann nálgaðist of mikið og tók mynd af, elti hann um golfvölinn við 10. braut á The Mines Resort and Golf Club, þar sem hann var við æfingar.
Robert Allenby náði fugli á 4 af fyrstu 6 holunum og 3 af síðustu 4 í skollafríum hring í dag.
„Ég náði fallegu pari á 18. Ég setti niður fullt af fínum púttum og var á boltanum í allan dag,“ sagði Allenby. „Ég var bara með 1 slæmt högg, en ég náði góðu pari og bjargaði stöðunni. Allt í allt er ég ánægður með golfið mitt. Ég hef spilað vel í nokkurn tíma, en hef ekki náð góðu skori.“
Jhonattan Vegas er í 2. sæti, en hann náði m.a. fuglum á síðustu 4 holunum. „Ég átti virkilega góðan hring og hitti boltann vel,“ sagði Vegas, PGA nýliðinn sem sigraði á Bob Hope Classic í janúar. „Mér fannst ég líka ná mörgum góðum púttum. Vonandi heldur þessi velgengni áfram næstu 3 daga.“
Svíinn Fredrick Jacobson var á 65 höggum og Bandaríkjamennirnir Bo Van Pelt, Cameron Tringale og Jimmy Walker voru 1 höggi á eftir.
Mark Wilson, Stewart Cink, Jeff Overton, Scott Stallings og John Senden voru 4 höggum á eftir forystunni á 67 höggum.
Sá sem á titil að verja, sigurvegarinn á Sea Island, Ben Crane kom í hús á 69 höggum.
Sigurvegarinn á mótinu hlýtur $ 1.3 milljónir í verðlaunafé, þannig að það er til mikils að vinna!
Til þess að sjá stöðuna í mótinu smellið HÉR:
Heimild: CBS Sports
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024