Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2013 | 16:00

Tilkynnt um milljónasamning Nike við Rory – Fyrsta Nike auglýsingamyndskeið Rory og Tiger

Það var tilkynnt nú í dag að Rory McIlroy hafi gert auglýsingasamning við Nike til fjölda ára – 10 ára er sú tímalengd sem gengur fjölunum hærra – en hefir ekki verið staðfest. Talið er að Rory fái í sinn hlut  á tímabilinu  $150-200 milljónir (um 18-25 milljarða íslenskra króna), en jafnvel það hefir ekki fengist staðfest.

Rory mun auglýsa kylfur, bolta, golfföt og aukabúnað frá Nike og í fyrsta sinn nú í vikunni á Abu Dhabi HSBC mótinu. Reyndar hefir Rory notað Nike vörur allt frá því hann var ungur kylfingur að stíga sín fyrstu skref (sjá mynd hér að neðan).

Rory var í Nike sem lítill gutti!

Rory var í Nike sem lítill gutti!

„Ég valdi Nike af fjölda ástæðna,“ sagði  Rory McIlroy. „Þetta er fyrirtæki og vörumerki sem ég finn samhljóm með. Það er ungt. Íþróttamannslegt. Framúrstefnulegt. Þeir eru skuldbundnir því að vera þeir bestu, líkt og ég. Að undirrita samninginn við Nike er aðeins eitt skrefið í að lifa draum minn.“

Fyrsta Tiger - Rory auglýsingin

Fyrsta Tiger – Rory auglýsingin

Í dag var jafnframt hleypt af stokkunum fyrstu auglýsingunni frá Nike, sem þeir Rory og Tiger koma báðir fram í – sem sjá með því að SMELLA HÉR:

Auglýsingin ber heitið: „No Cup is Safe“ sem útleggst eitthvað á þessa leið á okkar ilhýra „Enginn bolli er öruggur!“ Og það er hverju orði sannarra, enginn bolli er öruggur þegar kylfingarnir tveir eru annars vegar!