Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2011 | 18:30

Rory McIlroy:„Ég ætla ekki að spila golf um fertugt“

Rory McIlroy er nú búinn að jafna sig af Dengue hitasóttinni, þreytunni og þróttleysinu, sem var að hrjá hann í Dubai fyrr í mánuðinum. Hann er nú á Írlandi og var í viðtali við Independent.  Aðspurður hvort hann ætlaði að verja vinningsfé sínu í kaup á flugvél vegna tíðra ferða hans um heiminn og vegna þess að það væri hastæðara vegna þess langa ferils, sem framundan væri hjá honum sagði hann að ekkert slíkt væri á dagskrá hjá sér. Fljúga þyrfti þær 300 stundir á ári til þess að þær borguðu sig. Þegar blaðamenn héldu áfram og sögðu Pádraig Harrington hafa keypt sér flugvél sagði Rory: „Ég ætla ekki að vera að spila golf um fertugt.“

Annars sagði Rory að stefnan væri sett á að vinna Masters mótið í apríl og að foreldrar hans yrðu svo sannarlega í stuðningsliði sínu. Hann uppljóstraði einnig að fyrir titilvörn sína á US Open ætlaði hann að æfa sig í æfingamiðstöð Titleist í Carlsbad.

Sjá má viðtal Independent við Rory í heild með því að smella HÉR: