Ryder Cup 2023: Spáð í liðin
Nú þegar fyrir liggur að Brian Harman sigraði á Opna breska, þurfa golfáhangendur að bíða í heila 262 daga þar til næsta risamót hefst í golfinu þ.e. Masters 2024.
En hafið ekki áhyggjur; það er ýmislegt að gerast í golfheiminum fram að því.
M.a. fer Ryder bikarskeppnin fram eftir 2 mánuði og er nú haldin í fyrsta sinn á Marco Simone Golf and Country Club, rétt utan við Róm á Ítalíu.
Á vellinum hafa hingað til aðeins 2 atvinnumannamót verið haldin þ.e. Opna ítalska, árin 1994 og 2021.
Liðsstjórar nú í Rydernum eru Zach Johnson fyrir Bandaríkjamenn og Luke Donald fyrir sveit Evrópu. Upphaflega átti Henrik Stenson að sinna fyrirliðastörfum fyrir Evrópu, en honum var vikið úr starfi eftir að hafa farið yfir í LIV Golf síðasta sumar.
Það er enn óljóst hvort kylfingar á LIV mótaröðinni hafi keppnisrétt í Ryder bikarnum, en þeir hafa haldið áfram að safna forkeppnisstigum miðað við árangur þeirra á stórmótum.
Hér að gefur líta hugsanlegan leikmannalista beggja liða á Ryder Cup 2023:
Hvert lið verður skipað 12 leikmönnum: sex sem eiga sjálfkrafa sæti í liðinu og (kylfingar, sem enduðu í sex efstu sætunum á Ryder Cup stigalistanum) og sex sem byggjast á vali fyrirliða hvors liðs.
Þegar spáð er í hvernig lið beggja álfa komi til með að líta úr þykir eftirfarandi líkleg skipan:
Lið Bandaríkjanna: Scottie Scheffler, Wyndham Clark, Brian Harman, Brooks Koepka, Xander Schauffele, Patrick Cantlay, Max Homa, Cameron Young, Jordan Spieth, Keegan Bradley, Collin Morikawa og Rickie Fowler.
Búist er við að fyrirliðavalið verði eftirfarandi Bandaríkjamegin: Max Homa, Cameron Young, Jordan Spieth, Keegan Bradley, Collin Morikawa og Rickie Fowler.
Lið Evrópu: Rory McIlroy, Jon Rahm, Robert MacIntyre, Yannik Paul, Adrian Meronk, Tommy Fleetwood, Victor Perez, Rasmus Hojgaard, Adrian Otaegui, Shane Lowry, Tyrell Hatton, og Viktor Hovland.
Búist er ið að fyrirliðaval liðs Evrópu verði þetta: Victor Perez, Rasmus Hojgaard, Adrian Otaegui, Shane Lowry, Tyrell Hatton, og Viktor Hovland.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024