Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2012 | 14:00

Ryder Cup 2012: Fimm bestu paranirnar í Ryder bikarnum

Það er ekki allt unnið með því að vera besti kylfingur heims. Bestu kylfingar heims spila ekki endilega vel saman í fjórmenningi eða besta bolta eins og þarf að gera í Ryder bikarnum. Fræg eru samt dæmi um frábæra kylfinga sem hafa verið paraðir með öðrum frábærum kylfingum og hafa saman myndað eftirminnileg lið í Ryder Cup.

Dæmi um góða samvinnu er t.a.m. samvinna Jack Nicklaus og Tom Watson. Dæmi um það gagnstæða er samvinna Tiger og Phil Mickelson. Hal Sutton fyrirliði gerði tilraun með að para saman erkifjendurna Woods og Mickelson og sú tilraun mistókst hrapalega, þar sem þeir töpuðu báðum leikjum sínum. Þeir voru ekki aðeins keppninautar heldur gjörólíkir persónuleikar. Það sem var auk þess litið framhjá var að Tiger var að vinna í enn einni sveiflubreytingunni hjá sér og Mickelson var í slæmu formi.

Bandaríkjamenn vilja meina að lið Evrópu eigi auðveldar með að mynda góð lið með leikmönnum frá ólíkum löndum og það sé mikils stuðningshækja. Nick Faldo (England) og Ian Woosnam (Wales) voru frábærir saman og það voru  Jesper Parnevik (Svíþjóð) and Sergio Garcia (Spáni), líka. Þegar var að  Bernhard Langer var að spila var einfaldlega ekki annar Þjóðverji sem hann gat spilað við.

En þegar allt kemur til alls snýst það um að sigra. Og það er þess vegna sem eftirfarandi paranir þykja meðal þeirra allra bestu og eftirminnilegustu í Ryder Cup sögunni:

Arnold Palmer horfir á Gardner Dickinson pútta – 20. október 1967

5. ARNOLD PALMER og GARDNER DICKINSON

Arnold Palmer og Gardner Dickinson spiluðu saman eins og engir aðrir. Annar fekk viðurnefnið „Konungurinn“ og var sigurvegari 7 risamóta og 62 móta í allt á PGA tour. Dickinson ólst upp í Alabama og var þekktur sem „mjóninn“ (ens. The Slim Man“) vegna þess að hann var 1,77 m og 59 kg. Hann vann aðeins 7 sinnum á PGA Tour og varð aldrei ofar en í 5. sæti í risamóti.

Sem lið í Ryder Cup voru þeir ósláandi. Báðir voru í liðinu 1967 og voru álitnir þeir bestu í Ryder Cup þegar þeir sigruðu Peter Alliss og Christy O’Connor Sr.í opnunar fjórmenningsleikjunum og síðan gjörsigruðu þeir Malcolm Gregson og Hugh Boyle. Þetta var ekki besta lið Breta&Íra.

Fjórum áður síðar unnu Palmer og Dickinson alla þrjá leikina í liðakeppninnis, tvo á móti Peter Oosterhuis og Peter Townsend, og annan á móti Oosterhuis og Bernard Gallacher. Þeir voru eina Ryder Cup liðið til þess að spila a.m.k. 5 leiki og sigra þá alla.

Bernhard Langer og Colin Montgomerie

4. COLIN MONTGOMERIE og BERNHARD LANGER

Þetta er ekki mest áberandi liðið, en hægt var að treysta á þá jafnvel gegn erfiðustu andstæðingum, sem þó eru vanmetin bandarísk lið. Árangur Montgomerie og Langer var  5-1-1 (5 sigrar, 1 jafnt, 1 ósigur) og eini ósigurinn var á  Valderrama í upphafsleiknum, fjórboltanum á móti Mark O’Meara og Tiger Woods, sem var að spila í fyrsta Ryder Cup móti sínu.  Þetta lið Evrópu var á hátindi sínum þarna þegar Evrópa hóf yfirburðaleik sinn.

Besta frammistaða liðsins var á Belfry 2002. Þeir unnu Scott Hoch og Jim Furyk í upphafsleiknum, fjórbolta og héldu jöfnu á móti bestu liði bandaríkjanna þá viku (Phil Mickelson og David Toms), og síðan sigrðuð þeir Hoch og Scott Verplank.

Og svo er það þessi yndislega saga, sem Langer neitar að hafi átt sér stað þegar þeir spiluðu fyrst saman í Kiawah Island og Langer bað Montgomerie að meta fjarlægðina frá vökvunargræjunni að fremri hluta flatarinnar. Monty sagði að fjarlægðin væri 183 yardar (167 metrar). „Er það mælt frá fremri eða aftari hluta vökvunargræjunnar?“ á Langer að hafa spurt.

„Það getur verið að Þjóðverjar séu nákvæmir,“ sagði Langer „en ekki þetta nákvæmir.“

3. PETER ALLISS og CHRISTY O’CONNOR eldri.

Þetta er eina liðið á listanum sem var frábært en liðsheildinni tókst ekki nema 1 sinni að vinna Ryder bikarinn. En það verður að setja hlutina í samhengi.

Peter Alliss og Christy O’Connor spiluðu saman sem lið í 7 Ryder Cup keppnum frá 1957-1969, en eftir það ákvað Aliss að fara að lýsa keppninni fyrir sjónvarp. Það sem verður taka fram um þetta tímabil er að lið Breta&Íra vann aðeins eina Ryder bikars keppni. Líkt og Tiger Woods og Phil Mickelson í dag, þá hélst tap ferill þeirra í hendur við það að sigra ekki bikarinn. Þannig að árangur þessa liðs Breta&Íra upp á  5-6-1 var nokkuð góður.

Þeir unnu fyrsta leikinn sem þeir spiluðu saman í 1959 gegn Art Wall og Doug Ford, tvöfalda sigurvegara á Masters.  Og þeir áttu sína stjörnustund árið 1965 á Royal Birkdale, þegar árangur þeirra var 3-1 þrátt fyrir 19 1/2-12 1/2 sigur Bandaríkjamanna. Meðal fórnarlamba þeirra þá vikuna voru Billy Casper og Gene Littler á fyrsta degi og Arnold Palmer og Dave Marr næsta dag.

Jack Nicklaus og Tom Watson

2. JACK NICKLAUS og TOM WATSON

Lið svipuðu því ofangreindu var það sem fyrirliði Bandaríkjanna, Hal Sutton, hafði í huga þegar hann paraði  Tiger Woods og Phil Mickelson saman í Oakland Hills, 2004. En það samstarf var ekki eins gott og hjá Nicklaus og Watson, sem eru einhverjir bestu kylfingar s.l. 50 ára.

Nicklaus og Watson spiluðu saman í Ryder Cup tvisvar sinnum og þeir voru félagar í 4 leikjum, sem þeir sigruðu alla. Þetta er eitt af bestu liðunum í sögu Ryder Cup, hér lenda þeir í 2. sæti.

Þeir spiluðu árið 1977 í Royal Lytham & St. Annes og fjórmenningurinn kláraðist á 14. holu. Þeir höfðu jafnvel enn meiri yfirburði í Walton Heath, 1981, þegar þeir spiluðu 3 leiki saman og unnu alla og enginn þeirra svo mikið sem fór á 17. holu. Meðal þessara leikja var 4-3 sigur á  Nick Faldo og Peter Oosterhuis. Ein sagan var þegar Watson átti eftir 6 feta, 1.8 metra pútt fyrir fugli. Nicklaus er sagður hafa sagt við Watson að taka upp mynt sína og pútta boltanum í holuna fyrir sigri.

1. SEVE BALLESTEROS og JOSÉ MARIA OLAZÁBAL

Þetta lið var svo stert að það fékk viðurnefnið „The Spanish Armada“ og allir hræddust það. Seve Ballesteros og José Maria Olazábal léku allt í allt í 15 leikjum, sem er met á Ryder Cup. Þeir töpuðu aðeins tvisvar og héldu jöfnu tvisvar og jafnteflin voru eins og sigrar.

Þeir eiga Ryder Cup metið 11-2-2

Ballesteros var andlit Ryder Cup liða Evrópu, en hann gat spilað með hverjum sem er. Með annan hæfileikaríkan Spánverja sér við hlið voru þeir ósigrandi. Olazábal man eftir einum af fyrsta leik þeirra fyrsta ár sitt í Muirfield Village þegar það kom upp hvort Olazábal myndi setja niður pútt fyrir pari til þess að Ballesteros þyrfti ekki að vippa fyrir fugli. Ballesteros gerði út um umræðurnar með því að setja vippið niður fyrir fugli.

Eiginlega eiga bandarísku liðin tvö sem tókst að sigra Spánverjanna heiður skilið. Það voru þeir Hal Sutton og Larry Mize í fjórboltanum í Muirfield Village, 1987 og  Tom Kite og Davis Love III í fjórmenningi á Kiawah Island árið 1991. The Spanish Armada mætti Kite og Love  í næstu tveimur leikjunum og unnu báða leiki.

Heimild: CBS Sports