Ryder Cup 2018: Fleetwood segir Tiger og Phil enga ógn við lið Evrópu
„Tiger Woods og Phil Mickelson eru engin ógn við lið Evrópu í 2018 Ryder bikarnum,“ sagði nýliðinn í liði Evrópu, sem komst sjálfkrafa í liðið, Tommy Fleetwood.
Fleetwood er nr. 1 í Evrópu og hefir átt feykigott ár, í ár, m.a. var hann nærri því að sigra fyrsta risatitil sinn á Opna bandaríska, en aðeins munaði 1 höggi á honum og Brooks Koepka.
Hinn 27 ára Fleetwood deildi lægsta skorinu, 63 höggum í Shinnecock Hills golfklúbbnum og er fullur sjálfstrausts fyrir Ryderinn.
Fleetwood er einn af 5 nýliðum í lið Evrópu og Björn hélt aftur af sér að velja fleiri nýliða í vali sem hann hafði, en hann sem fyrirliði fékk að velja 4 kylfinga í liðið.
Björn valdi reynsluboltanna Sergio Garcia, Henrik Stenson, Paul Casey og Ian Poulter).
Lið Bandaríkjanna er aðeins með 3 nýliða og fullt af risamótssigurvegurum – lið Jim Furyks hafa sigrað í hvorki fleiri né færri risamótum en 31 – en lið Evrópu einungis 7 – og eins hafa liðsmenn liðs Bandaríkjanna tekið þátt í fleiri Ryder mótum.
Tiger og Phil eiga 19 af þessum 31 risatitlum en Fleetwood uppástendur að þrátt fyrir reynsluleysi í samanburði við lið Bandaríkjanna þá séu hann og liðsmenn hans ekkert óttaslegnir.
Tommy Fleetwood vann Opna franska á Le Golf National á síðasta ári.
„Flestir strákanna í liði Evrópu spila í sömu mótum á móti Phil og Tiger viku eftir viku í augnablikinu„, sagði Fleetwood í viðtali við Reuters.
„Það er ekki hægt að neita því að þeir (Phil og Tiger) er tveir bestu kylfingar allra tíma og þeir munu alltaf verða það, en þegar maður tíar upp þá spilar maður bara gegn þeim eins og hverjum öðrum, skiptir ekki máli hver andstæðingurinn er.„
„Þeir voru alltaf öruggir um að vera valdir og þeir hafa átt góð ár.“
„Phil sigraði á World Golf Championship og Tiger gæti auðveldlega hafa tekið 3-4 mót eftir endurkomuna í keppnis- golfið og hann hefir staðið sig betur en nokkur þoraði að vona, einkumm þetta árið og hann er að spila vel,“ sagði Fleetwood.
„En það skiptir okkur engu, það virkilega gerir það ekki.„
Á síðasta ári sigraði Fleetwood á Opna franska sem einmitt fór fram á keppnisvelli Rydersins í ár, Le Golf National, í París.
Ryderinn fer fram á vellinum 28-30. september n.k.
„Ég veit að það hefir mikið verið talað um hversu góðir Bandaríkjamennirnir eru í ár,“ bætti Fleetwood við.
„Og það er ekki nokkur vafi á að þeir (Bandaríkjamenn) eru með ótrúlegt lið. En á sama tíma að Evrópa skuli hafa valið þá 4 sem það gerði [Paul Casey, Sergio Garcia, Ian Poulter, Henrik Stenson] sýnir bara styrkleikann í evrópska golfinu.“
„Ég held virkilega að þetta gæti verið ein af bestu Ryder bikarkeppnum nokkru sinni. Við erum með virkilega góðan liðsanda í ár. Kannski er þetta alltaf svona en þetta er fyrsta keppnin mín, þannig að ég get aðeins sagt þetta en við erum með fullt af frábærum kylfingum og ég er trúi á sigurfæri okkar, ég virkilega geri það!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024