Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2021 | 23:59

Ryder Cup 2021: Bandaríkin 11 – Evrópa 5 eftir 2. dag

Eftir laugardaginn eru litlar breytingar í Rydernum; lið Bandaríkjanna komið með aðra hönd á bikarinn. Fylgjast má með tvímenningsleikjum sunnudagsins með því að SMELLA HÉR: 

Staðan eftir leiki laugardagsmorgunsins var 9-3.

Eftir hádegi í fjórboltanum bætti lið Bandaríkjanna enn við 2 vinningum, en lið Evrópu sótti sig aðeins og fékk einnig 2 vinninga.

Þeir Jon Rahm og Sergio Garcia héldu sigurgögnu sinni á mótinu áfram og unnu Brooks Koepka og Jordan Spieth 2&1.

Shene Lowry og Tyrrell Hatton unnu Tony Finau og Harris English med minnsta mun, 1 up.

__________________________________

Fyrir Bandaríkinn sigruðu sína leiki nýliðinn Scottie Scheffler og Bryson DeChambeau, sem höfuð betur gegn Tommy Fleetwood og Viktor Hovland 3&1.

Dúndurtvenndin DJ og Collin Morikawa unnu sína viðureign gegn Rory og Ian Poulter stórt 4&3.

___________________________________

Staðan eftir laugardaginn er því Bandaríkin 11 – Evrópa 5 … sem er mesti munur á liðunum frá árinu 1975.

Ljóst er að Bandaríkin þurfa aðeins 3 1/2 vinning í tvímenningum sunnudagsins til þess að sigra.

Nokkuð öruggt er að liði Bandaríkjanna takist það.

Eftirfarandi kylfingar mætast á morgun í tvímenningnum:

Xander Schauffele g. Rory McIlroy.   Spá Golf 1: Rory sigrar

Patrick Cantlay g. Shane Lowry         Spá Golf 1: Lowry sigrar

Scottie Scheffler g. Jon Rahm           Spá Golf 1:  Það verður jafnt

Bryson DeChambeau g. Sergio Garcia.    Spá Golf 1: Sergio sigrar

Collin Morikawa g. Viktor Hovland      Spá Golf 1: Morikawa sigrar

Dustin Johnson g. Paul Casey             Spá Golf 1: DJ sigrar

Brooks Koepka g. Bernd Wiesberger  Spá Golf 1: Wiesberger sigrar

Tony Finau g. Ian Poulter                       Spá Golf 1: Finau sigrar

Justin Thomas g. Tyrrell Hatton.           Spá Golf 1: Tyrrell Hatton sigrar

Harris English g. Lee Westwood            Spá Golf 1: Lee Westwood sigrar

Jordan Spieth g. Tommy Fleetwood.     Spá Golf 1: Spieth sigrar

Daniel Berger g. Matthew Fitzpatrick.   Spá Golf 1: Berger hefir betur gegn Fitz

Ef spá Golf 1 gengur eftir, sem er meiri óskhyggja en raunhæf spá,  fær Evrópa  6 1/2 vinning en Bandaríkin 5 1/2 sem dugar Bandaríkjunum til 16 1/2 – 11 1/2 vinninga sigurs. Líklega verður munurinn milli liðanna þó enn meiri – Bandaríkjamenn hafa bara einfaldlega haft þvílíka yfirburði í þessari keppni.