Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
Bandaríska Ryder Cup liðið náði sér aðeins á strik á laugardeginum eftir skelfilega byrjun í Rydernum.
Fyrir tvímenningsleikina er lið Evrópu þó enn með afgerandi forystu; er með 10,5 vinning gegn 5,5 vinningum bandaríska liðsins.
Aðeins 12 tvímenningsleikir eru eftir í dag, sunnudag og fjórir vinningar, sem skilja Evrópu frá því að endurheimta Ryder bikarinn og halda áfram þriggja áratuga sigurgöngu sinni á heimavelli.
Laugardagurinn byrjaði svipað og föstudagurinn þar sem Bandaríkjamenn fóru hægt af stað í morgunfjórmenningunum.. Bandaríska liðið var í uppnámi eftir morgunfjórmenningana sérstaklega þar sem eitt sterkasta tvíeyki þeirra Scottie Scheffler og Brooks Koepka tapaði stórt fyrir Norðurlandatvíeykinu Viktor Hovland og Ludvig Åberg 9&7 Mum tapið vera það stærsta í sögu Rydersins.
Rory McIlroy og Tommy Fleetwood unnu 2&1 sigur á þeim Justin Thomas og Jordan Spieth og Jon Rahm og Tyrrell Hatton burstuðu Patrick Cantlay og Xander Schauffele 2&1.
Eini ljósi bletturinn fyrir Bandaríkin þennan laugardagsmorgun var 4&2 sigur Max Homa og Brian Harman, á þeim Sepp Straka og Shane Lowry.
Samandregið var niðurstaðan úr laugardagsfjórmenningunum eftirfarandi:
Lið Evrópu Lið Bandaríkjanna Skor
McIlroy/Fleetwood Thomas/Spieth 2 & 1
Hovland/Aberg Scheffler/Koepka 9 & 7
Lowry/Straka Homa/Harman 4 & 2
Rahm/Hatton Schauffele/Cantlay 2 & 1
Staðan eftir laugardagsfjórmenningana var því 9,5-2,5 liði Evrópu í vil.
Eftir hádegið í fjórboltanum spýtti lið Bandaríkjanna í lófanna og hlaut 3 af 4 mögulegum vinningum og var þetta langbesti kafli bandaríska liðsins í Ryder bikarnum hingað til .
Eftir að Collin Morikawa og Sam Burns unnu opnunarleik fjórboltans síðdegis fyrir Bandaríkjamenn, náðu Homa & Harman í annað heila stigið í bráðabana gegn Tommy Fleetwood og Nicolai Hojgaard.
Samandgregið var niðurstaðan úr laugardagsfjórboltanum e.h. eftirfarandi:
Lið Evrópu Lið Bandaríkjanna Skor
Hovland/Aberg Burns/Morikawa 4 & 3
Fleetwood/Hojgaard Homa/Harman 2 & 1
Rose/MacIntyre Thomas/Spieth 3 & 2
Fitzpatrick/McIlroy Cantlay/Clark 1 Up. (Sigurtvíeyki feitletruð)
Eins og áður segir eru sunnudagstvímenningarnir eftir.
„Orkan verður að vera komin þá,“ sagði Morikawa í viðtali. „Við vitum að það verða 12 stig [á sunnudaginn]. Við eigum enn möguleika. Það eru alltaf möguleikar. Vitanlega verður þetta erfitt og það er barátta upp brattann. En sjáðu, hvert og eitt okkar verður að takast á við það sem við höfum fyrir framan okkur, og það verður áætlun okkar [sunnudag], og það er að finna leið til að setja mikið af rauðum vinningskorum á skortöfluna.„
Lið Evrópu þarf aðeins 4 sigra í 12 leikjum eða eitthvað sambland af sigrum og að halda jöfnu. Sem stendur stefnir allt í sigur liðs Evrópu. En hvað verður vitum við aðeins síðdegis í dag!!! Spennandi sunnudagur framundan!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024