Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
Stewart Cink hefir verið tilnefndur sem 5. varafyrirliði bandaríska liðsins í Ryder Cup sem mætir liði Evrópu í næsta mánuði á Marco Simone Golf & Country Club, í Róm, á Ítalíu.
Hinir 4 varafyrirliðar liðs Bandaríkjanna hafa þegar verið tilnefnidr en það eru þeir: Steve Stricker, Davis Love III, Jim Furyk og Fred Couples
Zach Johnson er fyrirliði bandaríska liðsins.
„Stewart er einhver sem ég get treyst á að gefa mér heiðarlegan og uppbyggilegan stuðning þegar við förum í lokastig undirbúnings fyrir Ryder bikarinn,“ sagði Johnson. „Og eins og allir sáu á Opna meistaramótinu í ár, þá er hann enn að keppa á háu stigi á golfvellinum. Hann mun gegna mikilvægu hlutverki í velgengni okkar þegar við förum til Ítalíu.„
Þetta er í fyrsta sinn sem Cink er varafyrirliði liðs Bandaríkjanna. Sigurvegari Opna meistaramótsins 2009 (Cink) tók þátt í fimm bandarískum Ryder Cup liðum frá 2002-10 en lyfti bikarnum aðeins einu sinni (2008 í Valhalla golfklúbbnum). Frammistaða hans í þeim 5 Ryder bikars mótum, sem hann hefir tekið þátt í er 5-7-7
„Að keppa í Ryder bikarnum hefur verið einn af hápunktunum á ferlinum mínum og ég er tilbúinn að gera allt sem þarf til að hjálpa Zach og bandaríska liðinu að lyfta Ryder bikarnum í lokinn,“ sagði Cink. „Það er mér heiður að Zach skyldi fela mér að gegna hlutverki í því að gera það að veruleika á Ítalíu….“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024